Kínverjar vígja nýtt flugmóðurskip

Nýja flugmóðurskipið.
Nýja flugmóðurskipið. AFP

Kínverjar hafa vígt sitt fyrsta flugmóðurskip sem hefur verið hannað og smíðað heima fyrir. Skipið er liður í að efla sjóherinn í landinu.

Skipið, sem hefur ekki fengið nafn, var sett á flot við hátíðlega athöfn í hafnarborginni Dalin í norðausturhluta Kína. Talið er að skipið verði tilbúið til notkunar árið 2020.

Kínverjum er mikið í mun að sýna fram á styrk sinn í Suður-Kínahafi. Þar hafa þeir m.a. gert tilkall til Parcel-eyja og Spratlys-eyja.

Xi Jinping, forseti Kína, hefur látið hafa eftir sér að „allt þurfi að gera“ til að efla hernaðarstyrk Kína svo að landið geti „barist og unnið stríð“.

Flugmóðurskipið er það annað í röðinni sem Kínverjar eignast. Hið fyrra, Liaoning, var smíðað í Sovétríkjunum fyrir tæpum 30 árum síðan.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert