Norska Útlendingastofnunin hefur neitað afganskri fjölskyldu um fjölskyldusameiningu vegna skorts á skjölum frá heimalandinu. Um er að ræða þrítuga konu sem flúði heimalandið ásamt dætrum sínum til þess að forða dóttur sinni frá því að vera þvingað í hjónaband. Norsk yfirvöld bera fyrir sig að mæðgurnar séu ekki með löggilta pappíra frá yfirvöldum í Afganistan um að móðirin sé með forræði yfir dætrum sínum. Fjölskyldulög í Afganistan byggja meðal annars á saria-lögum.
Móðirin, sem heitirParwin, segir í viðtali viðAftenposten að hún hafi flúið Afganistan ásamt dætrum sínum, sem nú eru hjá ættingjum í Pakistan, til þess að forða einni þeirra frá hjónabandi sem eiginmaður hennar og faðir stúlknanna, hafði skipulagt. Eins hafi hún búið við ofbeldi af hans hálfu.
Samkvæmt Aftenposten býr Parwin í Ósló og er byrjuð að læra norsku. Eiginmaður hennar vildi að tólf ára gömul dóttir þeirra hætti í skóla og gengi í hjónaband enda væri hún komin á aldur. „Þegar þú hefur sjálf upplifað að vera þvingað í hjónaband þá viltu ekki að það sama gerist fyrir dóttur þína,“ segir Parwin en blaðið birtir ekki fullt nafn hennar í öryggisskyni fyrir dætur hennar.
Henni hefur nú verið synjað um að fá dætur sínar til sín til Noregs af yfirvöldum þar í landi en þau bera fyrir sig að móðirin hafi ekki lagt fram nægjanlega pappíra sem sýni fram á að hún fari með forræði yfir dætrum sínum. Slík skjöl eru aftur á móti ekki í boði samkvæmt saría-lögum sem gilda þar sem hún gekk í hjónaband.
„Ég hélt að vandamál mín yrðu að baki þegar ég kæmi til Evrópu,“ segirParwin í viðtali við Aftenposten. Hún fór frá Afganistan þar sem hún vildi bjarga dætrum sínum fjórum og koma í veg fyrir að þær lentu í því sama og hún. Að verða þvingað í hjónaband sem önnur eiginkona manns sem er 30 árum eldri en hún.
Parwin fékk alþjóðlega vernd í Noregi þar sem hún hún flúði heimilisofbeldi í Afganistan. En dætrum hennar fjórum hefur verið synjað um að sameinast henni í Ósló, bæði af Útlendingastofnun og áfrýjunarnefnd. (Utlendingsdirektoratet, UDI) (Utlendingsnemnda, UNE).Bæði UDI og UNE bera fyrir sig skort á skjölum um að konan fari með forræði yfir þeim. UNE vísar í fjölskyldulög í Afganistan um að börn séu sjálfkrafa eign föður, segir í Aftenposten.
Fjölskyldulög í Afganistan byggja á samblandi laga, hefðarréttar og saría-lögum. Karina Standal, sem starfar hjá Senter for utvikling og miljø í Ósló segir málið ömurlegt og sýni svart á hvítu tvöfalt siðferði norskra yfirvalda. Þau boði kvenréttindi í þróunarstarfi en saría-lög gildi þegar kemur að móttöku flóttafólks.
Camilla Myhrer Abrahamsen, deildarstjóri hjá UNE, segir í samtali við Aftenposten að yfirvöld hafi ekki samþykkt saría-lög þrátt fyrir að hafa notað þau mati sínu á málinu.
Í mörgum málum sem snúa að innflytjendum byggir höfnun meðal annars á því að viðkomandi misnoti sér félagsleg úrræði. Þetta þarf samt ekki að þýða að norsk yfirvöld samþykki slíka mismunun.