Synjun um hæli byggð á saría-lögum

Mynd úr safni frá Afganistan.
Mynd úr safni frá Afganistan. AFP

Norska Útlend­inga­stofn­un­in hef­ur neitað af­ganskri fjöl­skyldu um fjöl­skyldusam­ein­ingu vegna skorts á skjöl­um frá heima­land­inu. Um er að ræða þrítuga konu sem flúði heimalandið ásamt dætr­um sín­um til þess að forða dótt­ur sinni frá því að vera þvingað í hjóna­band. Norsk yf­ir­völd bera fyr­ir sig að mæðgurn­ar séu ekki með lög­gilta papp­íra frá yf­ir­völd­um í Af­gan­ist­an um að móðirin sé með for­ræði yfir dætr­um sín­um. Fjöl­skyldu­lög í Af­gan­ist­an byggja meðal ann­ars á saria-lög­um.

Móðirin, sem heit­irP­arw­in, seg­ir í viðtali viðAf­ten­posten að hún hafi flúið Af­gan­ist­an ásamt dætr­um sín­um, sem nú eru hjá ætt­ingj­um í Pak­ist­an, til þess að forða einni þeirra frá hjóna­bandi sem eig­inmaður henn­ar og faðir stúlkn­anna, hafði skipu­lagt. Eins hafi hún búið við of­beldi af hans hálfu.

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Sam­kvæmt Af­ten­posten býr Parw­in í Ósló og er byrjuð að læra norsku. Eig­inmaður henn­ar vildi að tólf ára göm­ul dótt­ir þeirra hætti í skóla og gengi í hjóna­band enda væri hún kom­in á ald­ur. „Þegar þú hef­ur sjálf upp­lifað að vera þvingað í hjóna­band þá viltu ekki að það sama ger­ist fyr­ir dótt­ur þína,“ seg­ir Parw­in en blaðið birt­ir ekki fullt nafn henn­ar í ör­ygg­is­skyni fyr­ir dæt­ur henn­ar.

Henni hef­ur nú verið synjað um að fá dæt­ur sín­ar til sín til Nor­egs af yf­ir­völd­um þar í landi en þau bera fyr­ir sig að móðirin hafi ekki lagt fram nægj­an­lega papp­íra sem sýni fram á að hún fari með for­ræði yfir dætr­um sín­um. Slík skjöl eru aft­ur á móti ekki í boði sam­kvæmt sa­ría-lög­um sem gilda þar sem hún gekk í hjóna­band.

„Ég hélt að vanda­mál mín yrðu að baki þegar ég kæmi til Evr­ópu,“ seg­irP­arw­in í viðtali við Af­ten­posten. Hún fór frá Af­gan­ist­an þar sem hún vildi bjarga dætr­um sín­um fjór­um og koma í veg fyr­ir að þær lentu í því sama og hún. Að verða þvingað í hjóna­band sem önn­ur eig­in­kona manns sem er 30 árum eldri en hún.

Samkvæmt fjölskyldulögum í Afganistan eru dætur eign föður.
Sam­kvæmt fjöl­skyldu­lög­um í Af­gan­ist­an eru dæt­ur eign föður. AFP

Parw­in fékk alþjóðlega vernd í Nor­egi þar sem hún hún flúði heim­il­isof­beldi í Af­gan­ist­an. En dætr­um henn­ar fjór­um hef­ur verið synjað um að sam­ein­ast henni í Ósló, bæði af Útlend­inga­stofn­un og áfrýj­un­ar­nefnd. (Ut­lend­ings­direk­toratet, UDI) (Ut­lend­ingsnemnda, UNE).Bæði UDI og UNE bera fyr­ir sig skort á skjöl­um um að kon­an fari með for­ræði yfir þeim. UNE vís­ar í fjöl­skyldu­lög í Af­gan­ist­an um að börn séu sjálf­krafa eign föður, seg­ir í Af­ten­posten. 

Fjöl­skyldu­lög í Af­gan­ist­an byggja á sam­blandi laga, hefðarrétt­ar og sa­ría-lög­um. Kar­ina Stan­dal, sem starfar hjá Senter for ut­vik­ling og miljø í Ósló seg­ir málið öm­ur­legt og sýni svart á hvítu tvö­falt siðferði norskra yf­ir­valda. Þau boði kven­rétt­indi í þró­un­ar­starfi en sa­ría-lög gildi þegar kem­ur að mót­töku flótta­fólks.

Camilla Myhrer Abra­ham­sen, deild­ar­stjóri hjá UNE, seg­ir í sam­tali við Af­ten­posten að yf­ir­völd hafi ekki samþykkt sa­ría-lög þrátt fyr­ir að hafa notað þau mati sínu á mál­inu.

Í mörg­um mál­um sem snúa að inn­flytj­end­um bygg­ir höfn­un meðal ann­ars á því að viðkom­andi mis­noti sér fé­lags­leg úrræði. Þetta þarf samt ekki að þýða að norsk yf­ir­völd samþykki slíka mis­mun­un.

Hér er hægt að lesa grein­ina í heild í Af­ten­posten

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert