United semur við farþegann

AFP

Banda­ríska flug­fé­lagið United Air­lines náði í dag sam­komu­lagi við farþega sem það lét fjar­lægja með valdi úr flug­vél sinni ný­verið þar sem hann neitaði að yf­ir­gefa hana.

Flug­vél­in hafði verið yf­ir­bókuð og voru tveir farþeg­anna beðnir að yf­ir­gefa hana svo starfs­menn flug­fé­lags­ins fengju sæti eft­ir að eng­inn bauð sig fram. Þeir neituðu og voru þá fjar­lægðir með valdi.

Fram kem­ur í frétt AFP að United Air­lines hafi lofað bót og betr­un og að leggja meiri áherslu á að veita farþegum sín­um góða þjón­ustu. Farþeg­inn sem flug­fé­lagið hef­ur samið við var dreg­inn úr flug­vél­inni með áverka í and­liti og náðist at­vikið á mynd­band sem síðan fór eins og eld­ur um sinu á net­inu.

Lög­fræðing­ur manns­ins, Dav­id Dao, hef­ur staðfest að sam­komu­lag hafi náðst um skaðabæt­ur en ekki hef­ur verið gefið upp í hverju það fel­ist ná­kvæm­lega. Eina sem vitað er að upp­hæðin er trúnaðar­mál. Málið vakti hörð viðbrögð og hef­ur flug­fé­lagið síðan reynt að lág­marka tjónið vegna þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka