Tala látinna eftir árásina í Stokkhólmi 7. apríl hækkaði í fimm í morgun er Marie Kinde, 66 ára kennari og bæjarfulltrúi Græningja í Trollhättan, lést af völdum áverka sem hún hlaut í árásinni í miðborg Stokkhólms.
Greint var frá láti hennar í morgun en hún hefur legið á gjörgæslu frá árásinni á Drottningargötu þegar Rakhmat Akilov ók vörubíl í mannþröng.
Akilov, sem er 39 ára gamall Úsbeki, játað á sig verknaðinn en á annan tug verfarenda slasaðist í árásinni.
Akilov er fjögurra barna faðir sem var synjað um varanlegt dvalarleyfi í Svíþjóð í júní í fyrra. Hann lét sig hverfa þegar honum var tilkynnt um að vísa ætti honum úr landi.
Auk Kinde lést 11 ára gömul sænsk stúlka í árásinni, Ebba Åkerlund og þrír aðrir: Lena Wahlberg 69 ára Svíi, Bretinn Chris Bevington, 41 árs, og Belginn Maïlys Dereymaeker, 31 árs.