Berlusconi hrasaði og datt

Silvio Berlusconi fékk skurð í vörina og var saumaður á …
Silvio Berlusconi fékk skurð í vörina og var saumaður á sjúkrahúsi í Mílanó. AFP

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, datt og var fluttur á sjúkrahús. Þetta staðfestir bæjarstjóri í Tuscan-héraði en Berlusconi var þangað kominn til að sitja fund. 

„Hann rann, hann slasaðist og var fluttur í stutta stund á sjúkrahús og getur ekki hitt okkur í dag,“ segir bæjarstjórinn í Pietrasanta, Massimo Mallegni, við AFP-fréttastofuna.

Berlusconi er áttræður. Hann missteig sig á gangstétt fyrir utan veitingastað í gærkvöldi og datt á höfuðið. Hann hlaut skurð á vör. 

Berlusconi var fluttur á sjúkrahús í Mílanó, í um 200 kílómetra fjarlægð frá vettvang slyssins. Saumuð voru þrjú spor í vör hans og að því loknu var hann sendur heim.

„Þetta var ekkert alvarlegt,“ segir læknirinn hans um atvikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert