Ekkert spurst til barnanna í Damasak

Yagana Bukar og móðir hennar. Bræðrum Bukar var rænt af …
Yagana Bukar og móðir hennar. Bræðrum Bukar var rænt af liðsmönnum Boko Haram fyrir tæplega þremur árum og ekkert hefur síðan til þeirra spurst. AFP

Yngri bræður hinn­ar níg­er­ísku Yag­ana Buk­ar voru í hópi 300 barna sem Boko Haram-hryðju­verka­sam­tök­in rændu úr bæn­um Dam­asak í Níg­er­íu fyr­ir tæp­lega þrem­ur árum. Ránið á þeim Mohammed, Sa­diq og hinum börn­un­um í bæn­um vakti hins veg­ar ekki sams kon­ar reiði alþjóðasam­fé­lags­ins og rán sam­tak­anna á 219 skóla­stúlk­um frá Chi­bok.

Ekki var efnt til neinna mót­mæla á sam­fé­lags­miðlum vegna barn­anna í Dam­asak, sem flest voru dreng­ir í kring­um 10 ára ald­ur­inn. Fæst þeirra hafa sést síðan.

Rík­is­stjórn Níg­er­íu neitaði á sín­um tíma að ránið á börn­un­um hefði átt sér stað. Sum­ir bæj­ar­bú­ar neituðu því raun­ar einnig af ótta við reiði stjórn­mála­manna sem þegar áttu í basli vegna ráns­ins á skóla­stúlk­un­um.

Ung stúlka ber eldivið í útjaðri Damasak. Bæjarbúar eru ósáttir …
Ung stúlka ber eldivið í útjaðri Dam­asak. Bæj­ar­bú­ar eru ósátt­ir við að at­hygli um­heims­ins hafi öll beinst að skóla­stúlk­un­um sem rænt var í Chi­bok. AFP

Flúðu til ná­granna­rík­is­ins

Dam­asak einn fjöl­margra staða í Níg­er­íu sem hafa farið illa úti í átök­um við Boko Haram, en talið er að meira en 20.000 manns hafi látið lífið í Níg­er­íu í átök­um síðustu átta ára. Millj­ón­ir hafa þá hrak­ist frá heim­il­um sín­um og þá hef­ur veru­leg­ur fæðuskort­ur orðið í kjöl­far átak­anna.

„Þegar Boko Haram komu söfnuðu þeir sam­an öll­um börn­un­um og fóru með þau á lokað svæði,“ sagði Buk­ar sem nú er tví­tug.

„Liðsmenn Boko Haram fóru með völd­in í bæn­um þá, þeir voru ekki bún­ir að brenna hann þá eða drepa fólkið.“ Bræður Buk­ars, þeir Mohammed og Sa­diq voru í hópi þeirra barna sem sam­tök­in rændu.

Nígeríski herinn hefur eftirlit með Damasak, sem hann náði úr …
Níg­er­íski her­inn hef­ur eft­ir­lit með Dam­asak, sem hann náði úr hönd­um Boko Haram í fyrra. AFP

Þegar Boko Haram hafði verið með bæ­inn á valdi sínu í viku ákvað fjöl­skylda Buk­ar að fylgja for­dæmi margra annarra bæj­ar­búa og flýja til ná­granna­rík­is­ins Níg­er. Hún hef­ur ekki séð bræður sína síðan.

„Ég vona að þeir komi aft­ur heil­ir á húfi,“ seg­ir hún og tár­in streyma. „Ég sakna þeirra mikið. Þeir eru alltaf í huga mér.“

Eng­inn veit hvað varð af börn­un­um

Níg­er­íu­her, sem náði Dam­asak aft­ur á sitt vald í júlí í fyrra, seg­ist ekki hafa nein­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar um það hvar börn­in kunni vera.

Til­tölu­leg­ur friður rík­ir nú á svæðinu sem Dam­asak er á og vinna stjórn­völd nú að upp­bygg­ingu vega og innviða eft­ir ára­langa bar­áttu við liðsmenn Boko Haram. Þá hafa hjálp­ar­sam­tök einnig haf­ist handa við að dreifa mat­væl­um og koma á fót heil­brigðisþjón­ustu, m.a. með bólu­setn­ingu gegn löm­un­ar­veiki.

Fyrir marga bæjarbúa er lífið í Damasak smám saman að …
Fyr­ir marga bæj­ar­búa er lífið í Dam­asak smám sam­an að fær­ast í eðli­legt horf eft­ir átök síðustu ára og opnaði markaður­inn í bæn­um ný­lega aft­ur. AFP

Merki átaka síðustu ára blasa hins veg­ar alls staðar við. Svart merki Boko Haram sést m.a. á veggj­um hús­a­rústa við aðal­götu Dam­asak.

Fyr­ir marga er lífið því að fær­ast í eðli­legt horf á ný og þannig hef­ur t.a.m. græn­met­is­markaður­inn opnað á nýj­an leik í bæn­um. Börn sjást að leik og til stend­ur að opna aft­ur skól­ann í næsta mánuði.

Fæst barn­anna 300 sem hurfu hafa hins veg­ar sést aft­ur. Hinn 14 ára gamli Baba Kaka er einn fárra drengja sem náðu að flýja frá Boko Haram og snúa aft­ur til Dam­asak.

Goni Modu Aji, einn bæj­ar­búa, tel­ur því órétt­lát að at­hygl­in hafi ein­göngu beinst að skóla­stúlk­un­um í Chi­bok. „Það var bara talað um Chi­bok,“ seg­ir hann. „Það var ekk­ert talað um hina staðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert