Norrænir nasistar fjölmenntu

Nýnasistar Nordiska motståndsrörelsen NMR á ferð í Falun 1. maí.
Nýnasistar Nordiska motståndsrörelsen NMR á ferð í Falun 1. maí. Af vef EXPO

Nýnasistar voru áberandi í kröfugöngu í bænum Falun í Svíþjóð í gær en talið er að einn af hverjum sex göngumönnum hafi tilheyrt hreyfingu norrænna nasista (Nordiska motståndsrörelsen NMR). Ekki voru allir göngumenn sáttir við að svo fjölmennt lið nýnasista hafi tekið þátt í kröfugöngunni.

Nýnasistar Nordiska motståndsrörelsen NMR á ferð í Falun 1. maí.
Nýnasistar Nordiska motståndsrörelsen NMR á ferð í Falun 1. maí. Af vef EXPO

Varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Peter Hultqvist, brást ókvæða við og segir samtökin boðbera glæpa gegn mannkyninu. Baráttudagur verkalýðsins sé mikilvægur dagur í sænsku samfélagi og um leið andspyrnu gegn nasistum, segir Hultqvist.

NMR hefur tekið þátt í kröfugöngum 1. maí í Svíþjóð áður, meðal annars í Borlänge í fyrra þegar mynd af konu sem stóð gegn þeim fór út um allan heim.

Bauð nýnasistum birginn í Borlänge 1. maí 2016.
Bauð nýnasistum birginn í Borlänge 1. maí 2016. Mynd frá EXPO

Fyrr í mánuðinum tilkynntu samtökin að hernaðararmur nýnasista myndi taka þátt í Almedalen-vikunni.

Yfirvöld í Falun undirbjuggu sig fyrir gönguna í gær þegar fréttist af mikilli þátttöku nýnasista og voru meðal annars allir lausamunir fjarlægðir við hús á leið göngunnar.

Frétt Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka