Áttatíu Chibok-stúlkur lausar úr haldi

00:00
00:00

Að minnsta kosti 80 skóla­stúlk­um sem voru á meðal þeirra yfir 200 skóla­stúlkna sem var rænt af hryðju­verka­sam­tök­un­um Boko Haram árið 2014 í bæn­um Chi­bok hef­ur verið sleppt úr haldi.

Þetta staðfesta heim­ild­ir frá ör­ygg­is­sveit­um, ráðherra og faðir tveggja stúlkn­anna við AFP-frétta­stof­una.

„Ég get staðfest að þeim hef­ur verið sleppt úr haldi,“ sagði ráðherr­ann.

Örygg­is­sveit­ir í bæn­um Banki í rík­inu Borno sögðu að „að minnsta kosti 80 Chi­bok-stúlk­ur“ séu komn­ar til þeirra.

Yf­ir­völd hafa heitið því að end­ur­heimta þær skóla­stúlk­ur sem enn eru í haldi Boko Haram.

Sam­tök­in hafa rænt þúsund­um manna síðan þau hófu upp­reisn gegn yf­ir­völd­um fyr­ir sjö árum síðan. Þau berj­ast fyr­ir því að stofna íslamskt ríki í norður­hluta Níg­er­íu og er talið að meira en 30.000 manns hafi lát­ist í átök­um hingað til.

Hópur Chibok-stúlkna sem var sleppt úr haldi Boko Haram á …
Hóp­ur Chi­bok-stúlkna sem var sleppt úr haldi Boko Haram á síðasta ári. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert