Að minnsta kosti 80 skólastúlkum sem voru á meðal þeirra yfir 200 skólastúlkna sem var rænt af hryðjuverkasamtökunum Boko Haram árið 2014 í bænum Chibok hefur verið sleppt úr haldi.
Þetta staðfesta heimildir frá öryggissveitum, ráðherra og faðir tveggja stúlknanna við AFP-fréttastofuna.
„Ég get staðfest að þeim hefur verið sleppt úr haldi,“ sagði ráðherrann.
Öryggissveitir í bænum Banki í ríkinu Borno sögðu að „að minnsta kosti 80 Chibok-stúlkur“ séu komnar til þeirra.
Yfirvöld hafa heitið því að endurheimta þær skólastúlkur sem enn eru í haldi Boko Haram.
Samtökin hafa rænt þúsundum manna síðan þau hófu uppreisn gegn yfirvöldum fyrir sjö árum síðan. Þau berjast fyrir því að stofna íslamskt ríki í norðurhluta Nígeríu og er talið að meira en 30.000 manns hafi látist í átökum hingað til.