Með meiri stuðning en forverar í embætti

François Hollande og Emmanuel Macron fögnuðu saman í dag en …
François Hollande og Emmanuel Macron fögnuðu saman í dag en 8. maí fagna Frakkar frelsi undan hernámi nasista. AFP

Emmanuel Macron fékk 66,1% atkvæða í frönsku forsetakosningunum en Marine Le Pen hlaut 33,9%, samkvæmt lokatölum sem innanríkisráðuneytið  birti í morgun.

Macron fékk alls 20.753.797 atkvæði samanborið við 10.644.118 atkvæði Marine Le Pen. Alls sátu 25,44% hjá, það er hæsta hlutfall hjásetu frá forsetakosningunum árið 1969. Marine Le Pen fékk tvöfalt fleiri atkvæði en faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, þegar hann tók þátt í seinni umferðinni árið 2002. Aldrei í sögunni hefur frambjóðandi Front National fengið jafn mikið fylgi og nú en Le Pen fékk 7,6 milljón atkvæði í fyrri umferðinni.

Í gær kom fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu að um 9% allra skráðra kjósenda hefðu annað hvort skilað auðu eða ógilt kjörseðil sinn í gær. Í fyrri umferðinni var þetta hlutfall 2%. Þetta þýðir að einn af hverjum þremur á kjörskrá greiddi ekki frambjóðendunum tveimur atkvæði. Miðað við fjöldann sem skilaði auðu og mætti ekki á kjörstað má segja að Marine Le Pen hafi hafnað í þriðja sæti.

Í fyrri umferðinni sátu 22,23% hjá og er þetta í fyrsta skipti síðan árið 1969 í forsetakosningum í Frakklandi að færri mæti á kjörstað í seinni umferð kosninga. Þetta þýðir að 12 milljónir mættu ekki á kjörstað í gær og eru það þremur milljónum fleiri en árið 2012 þegar kjörsóknin var 80%. Áberandi í hópi þeirra sem ekki mættu á kjörstað eru ungir kjósendur (34%) og atvinnulausir (35%).

Með 80% atkvæða í París

Fyrir fimm árum fékk François Hollande 18 milljón atkvæði í seinni umferð forsetakosninganna og fyrir tíu árum, árið 2007, fékk Nicolas Sarkozy 18,9 milljónir atkvæða. 

Skoðanakannanir benda til þess að allt að 43% þeirra sem kusu Macron, eða um 9 milljónir kjósenda, hafi kosið hann til þess að koma í veg fyrir kjör Le Pen.

Ef horft er á tölurnar fyrir París kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Macron fékk 89,7% atkvæða sem greidd voru í höfuðborginni enLe Pen 10,3%. Í fyrri umferðinni fékkMacron 34,8% atkvæða Parísarbúa og Le Pen 4,99%.
 
Macron hlaut meirihluta atkvæða í öllum nema tveimur kjördæmum/sýslum (département) Frakklands, Pas de Calais og Aisne, en þar voru sósíalistar ríkjandi áður. 
Í frétta­skýr­ingu Ágústs Ásgeirs­son­ar í Morg­un­blaðinu frá árinu 2015 er franska kosn­inga­kerfið út­skýrt:
„Sýsl­urn­ar sem kosn­ing­arn­ar snú­ast öðrum þræði um eru eitt fjög­urra laga flók­inn­ar stjórn­sýslu í Frakklandi. Efst er þing og rík­is­stjórn, þá héruðin 13, síðan sýsl­urn­ar 96 á franska meg­in­land­inu og fimm á göml­um áhrifa­svæðum Frakka í Ind­lands- og Karíbahafi, og neðst þessa fjög­urra laga eru svo sveit­ar­stjórn­irn­ar. Sýsl­urn­ar hafa svo verið bútaðar niður í 342 sér­stök sýslu­hverfi (20 slík eru til dæm­is í Par­ís) sem enn frek­ar hef­ur verið skipt upp í kantón­ur. Sýslu­hverf­in og kantón­urn­ar hafa eng­in völd leng­ur en koma að skipu­lagi op­in­berr­ar þjón­ustu og fram­kvæmd kosn­inga.
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka