Benoît Hamon, forsetaframbjóðandi sósíalista, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk til vinstri.
Hamon naut lítils stuðnings í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna og fékk aðeins 6,36% atkvæða. Er talið að þar hafi skipt miklu að forystumenn í flokknum líta á hann sem svartan sauð í hjörðinni og telja margir að hann eigi meiri samleið með Jean-Luc Mélenchon, sem er talinn öfgamaður á vinstrivæng stjórnmálanna, en eigin flokksbræðrum.