„Litli sæti hommastrákurinn“

Emmanuel Macron nýkjörinn forseti Frakklands verður fertugur síðar á árinu.
Emmanuel Macron nýkjörinn forseti Frakklands verður fertugur síðar á árinu. AFP

Fyrrverandi þingmaður Danska þjóðarflokksins, Søren Krarup, sagði í fréttaskýringarþætti danska ríkisútvarpsins í vikunni að hann myndi aldrei kjósa litla sæta hommastrákinn þegar hann var tjá sig um nýkjörinn forseta Frakklands, Emmanuel Macron. Krarup sat á danska þinginu frá 2001 til 2011.

Ummæli Krarup samkvæmt vef DR: Jeg ville aldrig stemme på den der lille pæne bøssedreng hafa fallið í grýttan jarðveg og ætla stjórnendur Debatten aldrei að bjóða honum í þáttinn á ný.

Søren Krarup var þingmaður Danska þjóðarflokksins 2001-2011.
Søren Krarup var þingmaður Danska þjóðarflokksins 2001-2011. Danska þingið

Krarup er fyrrverandi prestur og vel þekktur stjórnmálamaður í Danmörku. Hann og Rune Lykkeberg voru í Debatten að fjalla um frönsku kosningarnar og tók Krarup fram að hann hefði kosið Marine Le Pen ef hann hefði mátt greiða atkvæði.

Hann tók samt fyrst fram að hann vissi ekki mikið um Marine Le Pen en að hann gæti aldrei kosið Macron.

Hefði orðað þetta á kurteisari hátt

Stjórnandi þáttarins Clement Kjersgaard spurði Krarup hvað fái hann til þess að tjá sig með þessum hætti. „Ah það er líka rangt. Ég hefði notað heldur kurteisara orðalag en þegar maður mætir þér augliti til auglitis þá getur oft reynst erfitt að orða hlutina rétt. Svo ég hefði sagt litla þæga skóladreng,“segir Krarup þá í samtali við Kjersgaard en ummælin eru birt á dönsku hér að neðan.

Søren Krarup, må jeg lige have lov til at spørge dig om, hvad der får dig til at bruge sådan et udtryk, spurgte Debatten-vært Clement Kjærsgaard efterfølgende. - Det er også forkert. Det er også forkert. Du ved, jeg ville have fundet et lidt pænere udtryk, men når man står ansigt til ansigt med dig her, så kan det tit være svært at finde det. Så jeg ville have sagt lille artige skoledreng.

Krarup sagði í samtali við Politiken í gær að hann hefði enga samkennd með samkynhneigðum en þrátt fyrir það sjái hann eftir orðavali sínu.

Emmanuel Macron og eiginkona hans Brigitte Trogneux.
Emmanuel Macron og eiginkona hans Brigitte Trogneux. AFP

„Ég endaði með að nota heimskuleg orð sem ég ætlaði ekki að nota. Stundum gerast hlutir sem þessir,“ segir hann í viðtali við Politiken.

Spurður af blaðamanni um hvaða skoðun hann hefði á samkynhneigð sagði Karup að honum sé í nöp við samkynhneigða.

24 ára aldursmunur hjóna - Trump og Macron

Einkalíf Macron hefur farið hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Bæði hefur vakið athygli að eiginkona hans, Brigitte Trogneux sé 24 árum eldri en hann en aldursmunurinn á milli þeirra er nákvæmlega sá samai og milli forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, og eiginkonu hans, Melania Trump. Munurinn er sá að Melania er yngri en eiginmaðurinn en Brigitte er eldri en eiginmaðurinn.

Bandarísku forsetahjónin - Donald Trump og Melania Trump.
Bandarísku forsetahjónin - Donald Trump og Melania Trump. AFP

Eins hefur verið þrálátur orðrómur um að Macron ætti í kynferðislegu sambandi við franska útvarpsstjórann, Mathieu Gallet. Þessu hefur Macron neitað en Gallet og hann eru vinir og eins hefur Macron stutt réttindabaráttu samkynhneigðra dyggilega.

Kararup hefur verið krafinn um afsökunarbeiðni af þingmönnum í Danmörku og talsmaður Venstre, Jakob Engel-Schmidt, segir framkomu Krarup ekki bara vonbrigði heldur einnig til skammar.

Umfjöllun danska ríkisútvarpsins

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron og forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron og forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert