Helmingur nýliðar í flokki Macron

Emmanuel Macron tekur við embætti forseta Frakklands á sunnudaginn.
Emmanuel Macron tekur við embætti forseta Frakklands á sunnudaginn. AFP

Stjórnmálaflokkur Emmanuels Macron, nýkjörins forseta Frakklands, hefur birt nöfn þeirra 428 sem munu bjóða sig fram fyrir flokkinn í þingkosningunum í landinu í júní. 52% þeirra eru nýliðar í stjórnmálum og helmingur þeirra eru konur.

Richard Ferrand, framkvæmdastjóri En Marche, sagði að 52% þeirra sem voru valdir úr hópi yfir 19 þúsund umsækjenda hafi aldrei verið í framboði áður og að 214 þeirra væru konur.

Valls býður sig ekki fram fyrir En Marche

En Marche hafnaði í dag ósk Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, um að verða frambjóðandi flokksins í þingkosningunum. Flokkurinn tók samt fram að hann muni ekki bjóða fram gegn Valls í kjördæmi hans.

Manuel Valls.
Manuel Valls. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka