Ebóla komin upp í Vestur-Kongó

Þrír hafa látist undanfarnar vikur.
Þrír hafa látist undanfarnar vikur. Kort/Google

Orðið hefur vart við ebólu í Vestur-Kongó, samkvæmt tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO, og hafa þrír látist af völdum veirunnar á undanförnum þremur vikum.

Stofnunin segir veiruna hafa komið upp í héraðinu Bas-Uele, sem á landamæri að Mið-Afríkulýðveldinu. Síðasta uppkoma veirunnar í landinu var fljótt beisluð en 49 létust þá, árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert