Merkel og Macron funda á mánudag

Merkel og Macron ætla að hittast í Berlín eftir helgi.
Merkel og Macron ætla að hittast í Berlín eftir helgi. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlar að funda með Emmanuel Macron í Berlín á mánudaginn, degi eftir að hann sver embættiseið sem forseti Frakklands.

Merkel fagnaði kosningasigri Macron síðastliðinn sunnudag og sagði að hann „hafi í höndum sér vonir milljóna Frakka og einnig margra í Þýskalandi og víðs vegar um Evrópu“.

Merkel og ríkisstjórn hennar höfðu lýst yfir stuðningi sínum við Macron í baráttu hans við Marine Le Pen um forsetaembættið.

Kanslarinn ræddi við Macron í síma nokkrum mínútum eftir sigur hans og fangaði stuðningi hans við Evrópusambandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert