Hæstiréttur Ítalíu staðfesti 16 ára fangelsisdóm yfir skipstjóra farþegaskipsins Costa Concordia. Hann var ákærður fyrir að hafa valdið dauða 32 farþega skipsins þegar það strandaði undan eyjunni Giglio árið 2012.
Skipstjórinn, Francesco Schettino, var dæmdur í fangelsi í fyrir tveimur árum en þá var hann sakfelldur fyrir manndráp, fyrir að hafa valdið skipbroti og fyrir að hafa yfirgefið skipið. Yfir fjögur þúsund farþegar voru um borð í skipinu þegar það strandaði.
Schettino tekur út refsingu sína í fangelsi í Róm.