Staðfesti 16 ára fangelsisdóm

32 létust þegar skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði 16. janúar 2012.
32 létust þegar skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði 16. janúar 2012. AFP

Hæstiréttur Ítalíu staðfesti 16 ára fang­els­is­dóm yfir skip­stjóra farþega­skips­ins Costa Concordia. Hann var ákærður fyr­ir að hafa valdið dauða 32 farþega skips­ins þegar það strandaði und­an eyj­unni Giglio árið 2012.

Skip­stjór­inn, Francesco Schett­ino, var dæmd­ur í fang­elsi í fyrir tveimur árum en þá var hann sak­felld­ur fyr­ir mann­dráp, fyr­ir að hafa valdið skip­broti og fyr­ir að hafa yf­ir­gefið skipið. Yfir fjögur þúsund farþegar voru um borð í skipinu þegar það strandaði.  

Schett­ino tekur út refsingu sína í fangelsi í Róm. 

Skipstjórinn Francesco Schettino. Mynd tekin 17. júlí 2013 þegar réttarhöld …
Skipstjórinn Francesco Schettino. Mynd tekin 17. júlí 2013 þegar réttarhöld yfir honum hófust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka