Sýrlendingar fjölmennari en Finnar í Svíþjóð

Frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Mynd úr safni.
Frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Mynd úr safni.

Finn­ar í Svíþjóð hafa verið fjöl­menn­ast­ir þeirra sem fædd­ir eru utan lands­ins síðan á tím­um síðari heims­styrj­ald­ar. Nú hafa Sýr­lend­ing­ar tekið við sem fjöl­menn­asti hóp­ur­inn, en í mars­mánuði voru í land­inu 158.443 ein­stak­ling­ar fædd­ir í Sýr­landi, á sama tíma og 152.870 ein­stak­ling­ar höfðu fæðst í Finn­landi.

Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um þjóðskrár þar í landi, en greint er frá þeim á vef sænska rík­is­sjón­varps­ins.

Fjöldi Finna flutti til lands­ins frá stríðslok­um og fram til ní­unda ára­tug­ar­ins, og töldu Finn­ar þá um 250.000 ein­stak­linga í Svíþjóð. Fækkað hef­ur í hópn­um síðan á meðan Sýr­lend­ing­um hef­ur fjölgað með leift­ur­hraða. Árið 2012 voru þeir 27.510 og eru því um sjö sinn­um fleiri núna, fimm árum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka