Tókst að stöðva árásina fyrir tilviljun

Sérfræðingi í netöryggi virðist hafa tekist að uppgötva leið til þess að koma í veg fyrir að hugbúnaðurinn sem notaður var í tölvuárás sem hófst í gær dreifi sér. Í það minnsta í bili. Sérfræðingurinn, sem skrifar um netöryggismál á samfélagsmiðlinum Twitter undir heitinu @MalwareTechBlog, segir uppgötvunina hafa verið tilviljun.

Fram kemur í frétt AFP að sérfræðingurinn, sem ekki er vitað hvað heitir, hafi áttað sig á því að með því að ská ákveðið lén sem hugbúnaðurinn notaði hafi honum tekist að koma í veg fyrir að hann dreifði sér frekar. Hugbúnaðurinn byggði á því að ákveðið lén væri ekki skráð. Hann leitaði að léninu og þegar hann fyndi það ekki tæki hann skrár í gíslingu.

Með því að skrá lénið finndi hugbúnaðurinn það hins vegar og í kjölfarið eyddi hann sér. Sérfræðingurinn varar hins vegar við því að þeir sem staðið hafi fyrir tölvuárásinni geti alltaf endurforritað kóða hugbúnaðarins og reynt aftur. Því væri mikilvægt fyrir fólk að uppfæra stafarlaust stýrikerfi sín með nýjustu uppfærslum til að forðast árás.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert