Flýja vargöld í Nígeríu

AFP

Yfir 480 flótta­mönn­um var bjargað á Miðjarðar­haf­inu í gær þegar þeir reyndu að kom­ast yfir hafið frá Norður-Afr­íku. Sjö lík hafa fund­ist, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ít­ölsku strand­gæsl­unni í morg­un.

Alls var 484 flótta­mönn­um bjargað af gúmmíbát­um í fjór­um aðgerðum sem ít­alska strand­gæsl­an tók þátt í ásamt ít­alska hern­um og áhafn­ir skipa hjálp­ar­sam­taka. Lík sjö­menn­ing­anna fund­ust við björg­un­araðgerðirn­ar. 

Frá ára­mót­um hef­ur yfir 45 þúsund manns verið bjargað á land í Ítal­íu sem er 44% aukn­ing frá sama tíma­bili í fyrra. 1.309 flótta­menn hafa drukkað á flótt­an­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Alþjóðastofn­un­inni um fólks­flutn­inga (IOM).

Flest­ir þeirra sem var bjargað í gær koma frá Níg­er­íu en auk þess voru flótta­menn frá Bangla­dess, Nýju-Gín­eu og Fíla­beins­strönd­inni. Hryðju­verka­sam­tök­in Boko Haram hafa ógnað ör­yggi íbúa í norður­hluta Níg­er­íu og er talið að 2,6 millj­ón­ir hafi þurft að flýja heim­ili sín vegna of­beld­is af hálfu sam­tak­anna. Yfir 20 þúsund manns hafa verið drep­in af víga­sveit­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert