Skotið að öryggisverði við heimili hælisleitenda

norden.org

Skotið var að ör­ygg­is­verði við heim­ili hæl­is­leit­enda í sænska bæn­um Sjuntorp skammt frá Troll­hätt­an í nótt.

Í til­kynn­ingu frá lög­reglu kem­ur fram að at­vikið er rann­sakað sem morðtil­raun. Örygg­is­vörður­inn starfar á heim­ili fyr­ir fylgd­ar­laus börn á flótta og tel­ur lög­regla að árás­in bein­ist gegn heim­il­inu.

Sam­kvæmt frétt TT var silf­ur­lituðum Audi ekið að hús­inu um tvö í nótt og stigu einn eða tveir menn út úr bíln­um en fóru aft­ur inn í hann. Rúða var síðan skrúfuð niður og tveim­ur skot­um skotið að ör­ygg­is­verðinum áður en bif­reiðinni var ekið á brott. Örygg­is­vörður­inn slapp án meiðsla. Búið er að girða svæðið af og börn­in hafa verið flutt annað, að sögn lög­reglu.

Frétt Aft­on­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka