Skotið að öryggisverði við heimili hælisleitenda

norden.org

Skotið var að öryggisverði við heimili hælisleitenda í sænska bænum Sjuntorp skammt frá Trollhättan í nótt.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að atvikið er rannsakað sem morðtilraun. Öryggisvörðurinn starfar á heimili fyrir fylgdarlaus börn á flótta og telur lögregla að árásin beinist gegn heimilinu.

Samkvæmt frétt TT var silfurlituðum Audi ekið að húsinu um tvö í nótt og stigu einn eða tveir menn út úr bílnum en fóru aftur inn í hann. Rúða var síðan skrúfuð niður og tveimur skotum skotið að öryggisverðinum áður en bifreiðinni var ekið á brott. Öryggisvörðurinn slapp án meiðsla. Búið er að girða svæðið af og börnin hafa verið flutt annað, að sögn lögreglu.

Frétt Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert