Philippe verður forsætisráðherra

Edouard Philippe er borgarstjóri Le Havre.
Edouard Philippe er borgarstjóri Le Havre. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað borgarstjórann Edouard Philippe í embætti forsætisráðherra landsins. Philippe er 46 ára, frá hafnarborginni Le Havre, og tilheyrir Repúblikanaflokknum.

Val Macrons á Philippe er sagt endurspegla viðleitni forsetans til að laða hófsama stjórnmálamenn í hreyfingu sína En Marche!, sem þýða má á íslensku Áfram gakk!

Þessi mynd af Philippe og Macron var tekin í fyrra.
Þessi mynd af Philippe og Macron var tekin í fyrra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka