Chelsea Manning: „Hér er ég!“

Þessi mynd er tekin af Instagram-síðu Manning.
Þessi mynd er tekin af Instagram-síðu Manning. AFP

Banda­ríski hermaður­inn Chel­sea Mann­ing hefur birt nýja ljósmynd af sér á Twitter í tilefni þess að hún var lát­in laus úr fang­elsi í gær eft­ir að hafa setið í sjö ár í fang­elsi fyr­ir að hafa lekið hundruðum þúsunda skjala í eigu banda­rískra stjórn­valda til upp­ljóstr­un­ar­síðunn­ar Wiki­leaks árið 2010.

Við myndina skrifar Manning einfaldlega: „Ok, allir. Hér er ég!!“

Þetta er fyrsta ljósmyndin sem birtist af Manning eftir að hún gekkst undir kynleiðréttingu. 

Mann­ing var dæmd í 35 ára fang­elsi af her­dóm­stóli árið 2013 en hún var hand­tek­in 2010. Barack Obama, þáver­andi Banda­ríkja­for­seti, mildaði dóm­inn yfir Mann­ing í janú­ar.

Mann­ing, sem er 29 ára göm­ul, greindi frá því dag­inn eft­ir að hún var dæmd af her­dóm­stóln­um að hún hefði upp­lifað sig sem sem kven­kyns ein­stak­ling frá barnæsku og vildi lifa eft­ir­leiðis sem kona und­ir nafn­inu Chel­sea. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert