Bandaríski hermaðurinn Chelsea Manning hefur birt nýja ljósmynd af sér á Twitter í tilefni þess að hún var látin laus úr fangelsi í gær eftir að hafa setið í sjö ár í fangelsi fyrir að hafa lekið hundruðum þúsunda skjala í eigu bandarískra stjórnvalda til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks árið 2010.
Við myndina skrifar Manning einfaldlega: „Ok, allir. Hér er ég!!“
Þetta er fyrsta ljósmyndin sem birtist af Manning eftir að hún gekkst undir kynleiðréttingu.
Manning var dæmd í 35 ára fangelsi af herdómstóli árið 2013 en hún var handtekin 2010. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði dóminn yfir Manning í janúar.
Manning, sem er 29 ára gömul, greindi frá því daginn eftir að hún var dæmd af herdómstólnum að hún hefði upplifað sig sem sem kvenkyns einstakling frá barnæsku og vildi lifa eftirleiðis sem kona undir nafninu Chelsea.
Okay, so here I am everyone!! =Phttps://t.co/NuyZlcWfd9#HelloWorld pic.twitter.com/gKsMFTYukO
— Chelsea Manning (@xychelsea) May 18, 2017