Vili Fualaau hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til 12 ára en parið komst í heimsfréttirnar eftir að konan var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga Fualaau, sem var 12 ára þegar samband þeirra hófst.
Mary Kay Fualaau, áður Letourneau, var gift 34 ára fjögurra barna móðir þegar hún kynntist Vili. Eftir að hún hafði afplánað dóm sinn giftust þau í laumi, árið 2005.
Í umsókn sinni tiltekur Vili ekki ástæður þess að hann vill skilja við Mary Kay en hann segir hvorugt þeirra eiga eignir né skulda nokkuð. Parið á tvo börn.
Samband Vili og Mary Kay hófst árið 1996 en hún var handtekin árið 1997, þá ólétt af fyrsta barni þeirra. Gekkst hún við glæpnum.
Mary Kay var dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var mildaður í þrjá mánuði með því skilyrði að hún myndi ekki hafa samband við Vili. Innan nokkurra vikna sást hins vegar til þeirra þar sem þau voru að stunda kynlíf og var Mary Kay þá fangelsuð í sjö ár.
Hún ól annað barn þeirra hjóna innan veggja fangelsisins.
Mary Kay er 55 ára í dag og Vili 33 ára.