Kína stendur við Parísarsáttmálann

Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hittust …
Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hittust í dag. AFP

Kínverjar munu standa við Parísarsáttmálann um loftslagsmál sem þjóððin undirritaði árið 2015. Þetta staðfesti Li Keqiang, for­sæt­is­ráðherra Kína, á fundi í Þýskalandi og sagði jafnframt að það væri hagur Kína að reyna að ráða niðurlögum loftslagsbreytinga. Hann treystir á að önnur ríki geri slíkt hið sama. BBC greinir frá. 

Óttast er að ríki heims sem hafa undirritað samninginn muni ekki standa við hann. Donald Trump, forseti Bandraíkjanna, mun tilkynna seinna í dag hvort hann muni draga Bandaríkin úr samkomulaginu. 

Trump hef­ur áður hótað að draga Banda­rík­in út úr sam­komu­lag­inu og jafn­framt af­neitað gróður­húsa­áhrif­un­um og hlýn­un jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka