Mikilvægur áfangi í rannsókninni

Myndskeið úr öryggismyndavél í Manchester þar sem sjá má Salman …
Myndskeið úr öryggismyndavél í Manchester þar sem sjá má Salman Abedi nokkrum dögum fyrir sjálfsvígssprenginguna. AFP

Rannsóknarlögreglumenn hafa rýmt svæði í Manchester vegna þess að verið er að rannsaka bíl sem talinn er hafa „mikil áhrif á rannsókn málsins.“ 22 létu lífið í kjölfarið á sjálfsvígssprengju í borginni í byrjun síðustu viku.

Lögreglumenn rannsaka hvíta Nissa Micru en henni var lagt í götu sem lögregla hefur haft til skoðunar í vikunni. 

Búið er að girða af 100 metra svæði þar í kring og svæðið hefur verið rýmt, samkvæmt lögreglunni í Manchester. Reynt er að komast til botn í því hvernig, hvar og hvenær sprengjan sem sprakk var búin til.

„Þetta er mikilvægur áfangi í rannsókninni. Við höfum mikinn áhuga á því ef einhver getur sagt okkur eitthvað um ferðir þessa bíls, og hver var í honum, síðustu mánuði. Einnig höfum við áhuga á því að vita hver hafði aðgang að bílnum,“ sagði Russ Jackson yf­ir­maður hryðju­verka­lög­regl­unn­ar. 

Salm­an Abedi varð 22 að bana með sjálfsvígssprengju á tón­leik­um banda­rísku söng­kon­unn­ar Ariönu Grande í Manchester Ar­ena-tón­leika­höll­inni.

Frétt Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert