Sjö manns hið minnsta eru látnir eftir sjálfsvígssprengingu í Kabúl í Afganistan í dag. Þrjár sprengjur sprungu við jarðarför manns, sem lést í mótmælum í borginni á föstudag og segja afgönsk yfirvöld yfir hundrað manns hafa særst í árásinni.
Útgöngubann er nú í stórum hluta Kabúl og hafa yfirvöld varað fólk við því að taka þátt í mótmælaviðburðum, þar sem hætta sé á að þeir verði skotmark vígamanna.
Þá hafa eftirlitsstöðvar verið settar upp víða og eftirlit með borginni fer fram á brynvörðum ökutækjum.
„Landið er undir árás, við verðum að standa keik og vera sameinuð,“ sagði Abdullah Abdullah, einn æðstu maður stjórnar Afganistan, en hann slapp ómeiddur frá árásinni.
Rahmatullah Begana, sem einnig var viðstaddur jarðarförina, sagði að fyrsta sprengjan hefði sprungið við upphaf jarðarfararinnar. „Nokkrum mínútum síðar heyrist önnur sprengja og ég sá fullt af fólki liggja á jörðinni sem blóði þakin,“ sagði hann.
Þrjár bannvænar árásir hafa nú orðið í Kabúl á fjórum dögum og eru íbúar enn að ná sér eftir árásina á miðvikudag þar sem 90 manns létu lífið.