Telja eyjarnar óteljandi

Eyjarnar í Indónesíu eru fjölmargar
Eyjarnar í Indónesíu eru fjölmargar AFP

Eyjarnar sem tilheyra Indónesíu eru svo margar að hvorki hefur tekist að telja þær allar né gefa þeim nafn. Stjórnvöld í Indónesíu freista þess að ná að telja þær allar og kortleggja fyrir ágúst næstkomandi þegar Sameinuðu þjóðirnar koma saman á fundi. BBC greinir frá. 

Árið 1996 var talið að eyjaklasinn væri sá stærsti í heimi og taldi alls um 17.508 eyjar.  

Markmiðið er að skrásetja þær svo Sameinuðu þjóðirnar geti aðstoðað Indónesíu við að verja landsvæðið og gjöful fiskimið landsins. 

Forsvarsmaður talningateymisins sagði við BBC að þeir áætluðu að eftir talninguna myndu bætast við um 1.700 nýjar eyjar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert