Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vottað fórnarlömbum árásanna í Teheran samúð sína, en þrettán létust í árásinni. Með yfirlýsingu um samúðina lætur hann þó viðvörun fylgja, um að landið sé að uppskera eins og það hafi sáð.
„Við syrgjum og biðjum fyrir saklausum fórnarlömbum árásanna í Íran og fyrir írönsku þjóðinni sem er að ganga í gegnum virkilega krefjandi tíma,“ segir Trump í stuttri yfirlýsingu.
„Við leggjum þó áherslu á að ríki, sem styrkja hryðjuverkastarfsemi, eiga það á hættu að verða sjálf fyrir barðinu á illskunni sem þau halda á lofti.“