Konur aldrei fleiri

AFP

Konur í neðri deild breska þingsins hafa aldrei verið fleiri en í kjölfar þingkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í gær. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC

Þar segir að á síðasta kjörtímabili hafi 197 konur átt sæti í neðri deild þingsins en þær séu nú 207. Samtals eru þingsætin 650, þannig að tæpur þriðjungur þeirra er nú skipaður konum.

Einnig kemur fram í frétt BBC að 45% þingmanna Verkamannaflokksins séu konur en 21% þingmanna Íhaldsflokksins.

Græningjar hafa hins vegar hlutfallslega flestar konur í þingflokki sínum, en þeir eiga aðeins einn þingmann, sem er kona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka