Tveir helstu ráðgjafar breska forsætisráðherrans Theresu May hafa tilkynnt afsagnir sínar í kjölfar óvænts ósigurs Íhaldsflokksins í nýafstöðnum þingkosningum.
Ráðgjafarnir heita Nick Timothy og Fiona Hill, en í yfirlýsingu segist Timothy taka ábyrgð á stefnuyfirlýsingu Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar, þar sem flokkurinn missti svo hreinan meirihluta sinn á þinginu.
Aðstoðarritstjóri stjórnmálafrétta hjá BBC, Norman Smith, segir May hafa með þessu skapað sér smá andrými.
Theresa May buys herself some breathing space with the departure of her two closest aides Nick Timothy and Fiona Hill
— norman smith (@BBCNormanS) June 10, 2017