Samkomulag um málefnaramma

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Íhaldsflokkurinn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hafa náð samkomulagi um málefnaramma í kringum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins eftir þingkosningar sem fóru fram í vikunni. Hefur niðurstöðum kosninganna verið lýst sem niðurlægingu fyrir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, en talið hafði verið víst þegar hún boðaði til þeirra að Íhaldsflokkurinn fengi hreinan meirihluta.

Þar sem Bretar misstu meirihluta þingsæta á þinginu þurfa þeir stuðning frá Lýðræðislega sambandsflokkum DUP, en flokkur er mjög íhaldssinnaður, en það er flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi.

Talsmaður May sagði í dag að hægt væri að staðfesta að málefnarammi lægi fyrir. Verður samkomulagið lagt fyrir á fundi ráðherra Íhaldsflokksins á mánudaginn. Ekki liggur enn fyrir hvað það er sem DUP flokkurinn fær fyrir stuðning sinn. Hafa vaknað upp áhyggjuraddir um að með þessu skrefi fái DUP aukin völd, en flokkurinn hefur meðal annars talað gegn fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert