„Ég kom okkur í þessar ógöngur“

Theresay May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresay May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

„Ég kom okk­ur í þess­ar ógöng­ur, ég ætla að koma okk­ur út úr þeim aft­ur,“ sagði Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, á fundi með sam­herj­um sín­um úr Íhalds­flokkn­um í West­minster í Lund­ún­um í dag.

May tók á sig sök­ina vegna slæm­ar út­komu flokks­ins í þing­kosn­ing­un­um fyr­ir skömmu þar sem flokk­ur­inn missti fjölda þing­sæta.

Marg­ir hafa kraf­ist þess að hún segi af sér.

Einn þingmaður á fund­in­um sagði að ekk­ert hefði verið rætt um að nýr leiðtogi yrði val­inn í stað henn­ar. „Hún vann og hún verður að vera for­sæt­is­ráðherra,“ sagði hann.

May hef­ur heitið því að halda áfram sem for­sæt­is­ráðherra þrátt fyr­ir niður­stöður kosn­ing­anna.

Bor­is John­son, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, óskaði eft­ir því í pistli í götu­blaðinu The Sun að May héldi áfram í starfi sínu.

„Bret­ar hafa fengið nóg af lof­orðum og póli­tík,“ skrifaði hann. „Núna er tím­inn kom­inn til að sýna ár­ang­ur og Th­eresa May er rétta mann­eskj­an til að halda því mik­il­væga verk­efni áfram."

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert