„Ég kom okkur í þessar ógöngur, ég ætla að koma okkur út úr þeim aftur,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á fundi með samherjum sínum úr Íhaldsflokknum í Westminster í Lundúnum í dag.
May tók á sig sökina vegna slæmar útkomu flokksins í þingkosningunum fyrir skömmu þar sem flokkurinn missti fjölda þingsæta.
Margir hafa krafist þess að hún segi af sér.
Einn þingmaður á fundinum sagði að ekkert hefði verið rætt um að nýr leiðtogi yrði valinn í stað hennar. „Hún vann og hún verður að vera forsætisráðherra,“ sagði hann.
May hefur heitið því að halda áfram sem forsætisráðherra þrátt fyrir niðurstöður kosninganna.
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, óskaði eftir því í pistli í götublaðinu The Sun að May héldi áfram í starfi sínu.
„Bretar hafa fengið nóg af loforðum og pólitík,“ skrifaði hann. „Núna er tíminn kominn til að sýna árangur og Theresa May er rétta manneskjan til að halda því mikilvæga verkefni áfram."