Örlög gamanleikarans Bills Cosby eru nú í höndum bandarísks kviðdóms sem veltir fyrir sér hvort hann hafi brotið kynferðislega á fyrrverandi starfsmanni háskóla fyrir rúmum 13 árum síðan.
Cosby, sem er 79 ára, er ákærður fyrir þrenns konar líkamsárásir. Þyngsti dómur við hverri og einni þeirra er 10 ár og 25 þúsund dollara sekt.
Hann bar ekki vitni í réttarhöldunum. Með honum í réttarsalnum í dag í fyrsta sinn var eiginkona hans til 53 ára, Camilla.
Bill Cosby declines to testify at trial. His defense rests its case after calling only one witness https://t.co/5xCxjBVcvS
— CNN (@CNN) June 12, 2017
Cosby sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The Cosby Show.
Í málflutningi sínum líkti saksóknari Cosby við rándýr sem hefði setið um bráð sína með því að byrla hinni 44 ára Andreu Constand lyf svo að hann gæti misnotað hana á heimili sínu í Fíladelfíu í janúar 2004.
Lögfræðingur Cosby sakaði Constand um að segja lögreglunni ekki frá tilfinningalegu sambandi þeirra beggja og sagði hana reyna að notfæra sér ríka stjörnu úr skemmtanabransanum.
Um 60 konur hafa sakað Cosby um að hafa misnotað þær kynferðislega á undanförnum fjórum áratugum.