Dennis Rodman til Norður-Kóreu

Dennis Rodman á alþjóðaflugvellinum í Kína.
Dennis Rodman á alþjóðaflugvellinum í Kína. AFP

Dennis Rodman, sem á sínum tíma gerði garðinn frægan í bandaríska körfuboltanum, er á leiðinni til Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. Rodman hefur áður farið að minnsta kosti fjórum sinnum til landsins.

Fram kemur í frétt AFP að síðast hafi Rodman heimsótt Norður-Kóreu árið 2014 en sú ferð var umdeild í kjölfar upptöku þar sem hann söng afmælissönginn fyrir „lífstíðarvin sinn“ Kom Jong-Un, leiðtoga landsins. Til Rodmans sást á alþjóðaflugvellinum í Peking í morgun en hann vildi ekki svara spurningum fjölmiðla um það hvert förinni væri heitið.

Hins vegar segir í fréttinni að tveir embættismenn í Norður-Kóreu hafi staðfest að Rodman væri væntanlegur til landsins síðar í dag. Rodman er einn af fáum Vesturlandabúa sem hafa hitt einræðisherrann eftir að hann tók við völdum í Norður-Kóreu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert