Farron segir af sér í Bretlandi

Tim Farron.
Tim Farron. AFP

Tim Farron, leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins í Bretlandi hefur tilkynnt um afsögn sína. Hann segir ástæðuna fyrir því vera umræðu um trúarskoðanir hans í tengslum við réttindi samkynhneigðra í nýafstaðinni kosningabaráttu vegna bresku þingkosninganna.

„Það er ómögulegt fyrir mig að vera stjórnmálaleiðtogi og aðhyllast um leið kristna trú, með því að halda fast í það sem kemur fram í Biblíunni,“ sagði Farron.

Hann sagðist hafa verið á milli tveggja elda vegna stjórnmála- og trúarskoðana sinna eftir að að hann var spurður hvort hann væri sammála jákvæðum viðhorfum flokks síns til samkynhneigðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka