Lést eftir synjun um hæli í Svíþjóð

Stjórnvöldum í Kabúl hefur verið mótmælt harðlega vegna óstöðugleika og …
Stjórnvöldum í Kabúl hefur verið mótmælt harðlega vegna óstöðugleika og óöryggis. Frá mótmælum 2. júní. AFP

Af­gansk­ur tán­ings­dreng­ur lést í sprengju­árás í Kabúl þegar ekki var vika liðin frá því sænsk stjórn­völd létu flytja hann úr landi, eft­ir að hon­um hafði verið synjað um hæli.

Frá þessu grein­ir Mann­rétt­inda­vakt­in, alþjóðleg og óháð sam­tök sem eru með aðal­stöðvar í New York. Kalla sam­tök­in eft­ir því að ríki Evr­ópu hætti að senda hæl­is­leit­end­ur aft­ur til Af­gan­ist­ans þar sem höfuðborg­in Kabúl sé ekki ör­ugg.

Dreng­ur­inn var á meðal tutt­ugu hæl­is­leit­enda sem Svíþjóð sendi úr landi 30. maí. Hann lést aðeins fjór­um dög­um síðar, 3. júní, þegar sprengja var sprengd við lík­fylgd manns, sem lát­ist hafði í mót­mæl­um gegn rík­is­stjórn­inni vegna sí­fellt auk­ins ófriðar og óör­ygg­is í borg­inni.

„Evr­ópsk lönd hafa í aukn­um mæli hafnað hæl­is­beiðnum Af­g­ana án þess að hafna því að þeir þarfn­ist vernd­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna. „Það að Kabúl sé álit­in „ör­ugg“ fyr­ir Af­g­ana hef­ur raun­veru­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér... Kabúl er ekki ör­ugg.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert