Á örfáum mínútum varð fjölbýlishúsið Grenfell-turn alelda. Myndir af húsinu umvöfðu eldtungum eru sláandi og eftir að þær höfðu að mestu slokknað kom í ljós sótsvört byggingin.
Lundúnabúa tók fljótt að streyma að eftir að eldurinn kom upp til að bjóða fram aðstoð sína. Þeir komu færandi hendi, með mat og föt en flestir íbúar hússins voru í fastasvefni er eldurinn kviknaði í fyrrinótt.
Um 250 slökkviliðsmenn unnu að því að ráða niðurlögum eldsins. Baráttan stóð klukkustundum saman.
Hér að neðan gefur að líta myndir frá harmleiknum sem staðfest er að kostaði sautján mannslíf. Fleiri létust, að sögn lögreglu, en slökkviliðsmenn eru enn að leita að líkum í brunarústunum.
Eldsupptök eru enn ókunn.
Grenfell-turninn er 27 hæðir og eldur logaði á flestum hæðunum mjög fljótlega eftir að hann kviknaði.
AFP
Í Grenfell-turninum voru 120 íbúðir. Í gærdag logaði eldurinn lengi á efstu hæðunum. Slökkvistarf gekk hægt.
AFP
Vatni sprautað á eld í íbúðum á efri hæðum fjölbýlishússins.
AFP
Íbúar í nágrenni Grenfell-turnsins fylgjast með slökkvistarfi í gær.
AFP
Grenfell-turninn gnæfir yfir íbúðabyggðina í hverfinu.
AFP
Um 250 slökkviliðsmenn unnu að því að ráða niðurlögum eldsins er mest lét í gær.
AFP
Lundúnabúar voru slegnir og íbúar í nágrenni fjölbýlishússins fylgdust grannt með slökkvistarfinu í gær.
AFP
Lögreglumenn flytja lík af vettvangi.
AFP
Slökkviliðsmenn á leið að turninum í gærdag.
AFP
Kona bíður fregna af ástvinum sem bjuggu í húsinu.
AFP
Gríðarmikinn reyk lagði frá fjölbýlishúsinu í allan gærdag.
AFP
Lundúnabúar þustu á vettvang í gær og buðu fram aðstoð sína, m.a. í formi matar og drykkjar.
AFP
Theresa May forsætisráðherra Bretlands ræðir við Dany Cotton, slökkviliðsstjóra Lundúna.
AFP
Kona tekur mynd af Grenfell-turninum úr fjarlægð í dag.
AFP
Sjálfboðaliðar aðstoða við að flokka föt sem færð hafa verið íbúum Grenfell-turnsins. Flestir hlupu út á náttfötunum er eldurinn kom upp.
AFP