Þyngstu refsingar fyrir valdaránstilraun

Erdogan hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að …
Erdogan hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að endurvekja dauðrefsingar í landinu. AFP

Dóm­stóll í An­kara í Tyrklandi hef­ur dæmt 23 ein­stak­linga í lífstíðarfang­elsi fyr­ir þátt­töku í vald­aránstilraun sem átti sér stað í júlí á síðasta ári. Um er að ræða fyrstu dóm­ana sem falla í An­kara í tengsl­um við hið mis­heppnaða vald­arán, en þar fara mik­il­væg­ustu rétt­ar­höld­in fram. All­ir sak­felldu eru fyrr­ver­andi her­menn. AFP grein­ir frá.

Voru þeir fund­ir sek­ir um að virða stjórn­ar­skrána að vett­ugi og að svipta ein­stak­linga frelsi sínu. Sak­sókn­ari hélt því fram að þeir hefðu þvingað hers­höfðingj­ann Fahri Kas­irga, einka­rit­ara Recep Tayyip Er­dog­an for­seta, inn í sjúkra­bíl og flutt hann í herflug­stöð þar sem vald­aránið er talið hafa verið skipu­lagt.

18 hinna sak­felldu voru dæmd­ir til íþyngj­andi lífstíðar fang­elsis­vist­ar, en hinir 5 í lífstíðarfang­elsi. Íþyngj­andi fang­elsis­vist fel­ur í sér strang­ari gæslu við erfiðari aðstæður. Slík refs­ing kom í stað dauðarefs­ing­ar sem var af­num­in í Tyrklandi árið 2004. Tveir her­menn voru sýknaðir í sömu rétt­ar­höld­um.

Er­dog­an hef­ur reynd­ar oft vakið máls á því að end­ur­vekja dauðarefs­ing­ar í land­inu fyr­ir sak­born­inga í mál­um tengd­um vald­arán­inu. Þær yf­ir­lýs­ing­ar hafa þó heyrst sjaldn­ar eft­ir góðan sig­ur í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um auk­in völd for­set­ans, sem fór fram í apríl

Yf­ir­völd í Tyrklandi telja að múslimaklerk­ur­inn Fet­hullah Gulen beri ábyrgð á vald­aránstilraun­inni, en hann hef­ur þver­tekið fyr­ir það. Yfir 50 þúsund ein­stak­ling­ar; op­in­ber­ir starfs­menn, pró­fess­or­ar, dóm­ar­ar, sak­sókn­ar­ar, her­menn og lög­reglu­menn hafa verið hand­tekn­ir í land­inu, vegna gruns um tengsl við Gulen.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert