Rannsakað sem hryðjuverk

Vopnuð lögregla við lestarstöðina í kvöld.
Vopnuð lögregla við lestarstöðina í kvöld. AFP

Rík­is­sak­sókn­ari Belg­íu seg­ir að at­vik sem átti sér stað á Gare-lest­ar­stöðinni í Brus­sel í kvöld, þar sem karl­maður var skot­inn til bana af her­mönn­um eft­ir að spreng­ing varð, sé rann­sakað sem hryðju­verk. Maður­inn er sagður hafa verið með sprengju­belti þegar hann var skot­inn.

Frétt mbl.is: Spreng­ing á lest­ar­stöð í Brus­sel

„Litið er á þetta sem hryðju­verk,“ er haft eft­ir Eric Van Der Sypt, tals­manni rík­is­sak­sókn­ara Belg­íu. Lít­il spreng­ing hafi orðið á lest­ar­stöðinni um klukk­an 20:30 (18:30 að ís­lensk­um tíma). Hinn grunaði hafi verið tek­inn úr um­ferð af her­mönn­um sem hafi verið stadd­ir á svæðinu. 

Van Der Sypt sagði aðspurður að ekki lægi fyr­ir hver maður­inn væri og eng­um öðrum hefði orðið meint af vegna máls­ins. Hann vildi ekki tjá sig um um­mæli sjón­ar­votts þess efn­is að árás­armaður­inn hefði hrópað „Allah Ak­b­ar“ fyr­ir spreng­ing­una.

Lög­regl­an tel­ur mögu­lega hættu á frek­ari spreng­ing­um.

Upp­fært 22:53: Staðfest að árás­armaður­inn hafi verið skot­inn til bana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert