Lítil sprenging á lestarstöð í Brussel

Hermaður stendur vörð við afgirt svæði umhverfis aðal lestarstöðina í …
Hermaður stendur vörð við afgirt svæði umhverfis aðal lestarstöðina í Brussel í kvöld. AFP

Aðallest­ar­stöðin í Brus­sel hef­ur verið rýmd eft­ir að þar varð lít­il spreng­ing nú fyr­ir skömmu. Að sögn lög­reglu í Belg­íu er lög­regla með tök á aðstæðum á staðnum. Fregn­ir herma að ein­stak­ling­ur klædd­ur sprengju­vesti á lest­ar­stöðinni hafi verið tek­inn úr um­ferð.  

Þá hef­ur aðal­torg borg­ar­inn­ar einnig verið rýmt.

Sam­kvæmt heim­ild­um Reu­ters-frétta­stof­unn­ar tókst her­mönn­um sem stóðu vakt við lest­ar­stöðina að taka einn grunaðan úr um­ferð eft­ir að þar varð lít­il spreng­ing. Eng­inn ann­ar er tal­inn slasaður.

Upp­fært kl. 20:00

Fregn­ir herma að lög­regla hafi skotið sprengju­mann­inn til bana. Lög­regla hef­ur þó ekki staðfest að sá ein­stak­ling­ur hafi verið klædd­ur sprengju­vesti líkt og fram hef­ur komið í frétt­um. Ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hvort maður­inn er á lífi eða hvort hann var skot­inn til bana.

„Í augna­blik­inu er fjöldi lög­reglu­manna á lest­ar­stöðinni og lög­regla er með málið und­ir sinni stjórn,“ hef­ur Reu­ters eft­ir tals­manni lög­regl­unn­ar.

Lest­ar­stöðin er í grennd við sögu­fræga staði í miðborg­inni sem er vin­sæll áfangastaður ferðamanna sem og heima­manna í Brus­sel. Svæðið um­hverf­is lest­ar­stöðina hef­ur einnig verið að hluta til rýmt og af­girt af lög­reglu.

CNN birt­ir mynd frá lest­ar­stöðinni sem sögð er vera af spreng­ing­unni. Líkt og sjá má á mynd­inni er að því er virðist um afar litla spreng­ingu að ræða.

 Upp­fært kl. 20:15

„Hvell­ur­inn var mjög há­vær, það var eins og mjög kraft­mik­ill flug­eld­ur hefði sprungið fyr­ir fram­an nefið á mér,“ seg­ir Remy Bonnaffe, vitni sem var á staðnum, í sam­tali við CNN.

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Belg­íu seg­ir viðbragðsaðila vera á svæðinu, her­menn og fjöl­mennt lið lög­reglu, þar á meðal sprengju­sveit­ina.

Upp­fært kl. 20:33

Sam­kvæmt Belg­íska fjöl­miðlin­um La Li­bre Belg­ique bar maður­inn sem setti af sprengj­una um sig sprengju­belti og bak­boka. Hann hafi sprengj­una í gang þegar her­menn veittu hon­um at­hygli á lest­ar­stöðinni að því er La Li­berte grein­ir frá.

Þá hafa nokkr­ir belg­ísk­ir fjöl­miðlar það eft­ir vitn­um sem voru á lest­ar­stöðinni að maður­inn hafi kallað „Alla­hu Ak­b­ar“ eða „Guð er mest­ur“ áður en sprengj­an sprakk.

Þegar lest­ar­stöðin var rýmd var eig­end­um versl­ana og veit­ingastaða einnig gert að loka stöðum sín­um. Þá liggja lest­ar­ferðir um stöðina niðri sem stend­ur að því er RTL-út­varps­stöðin grein­ir frá.

32 létu lífið í árás sem gerð var í Brus­sel í mars á síðasta ári. Hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams lýstu þá yfir ábyrgð á verknaðinum.

Lestarstöðin hefur verið rýmd og hluti svæðisins í kringum hana.
Lest­ar­stöðin hef­ur verið rýmd og hluti svæðis­ins í kring­um hana. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert