Talið að fólkið sé látið

Frá þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi.
Frá þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Ljósmynd/Jón Viðar Sigurðsson

Lögreglan á Grænlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að fjórir einstaklingar, sem saknað hefur verið vegna náttúruhamfaranna sem urðu í Uummannaq-firðinum á austurströnd landsins um síðustu helgi, séu taldir af.

Fram kemur á fréttavef grænlenska ríkisútvarpsins KNR að um sé að ræða konu, karl og barn þeirra og eldri karlmann. Fólkið var frá bænum Nuugaatsiaq í firðinum. Mikil leit hefur staðið yfir að fólkinu undanfarna daga sem ekki hefur borið árangur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert