Árásarmaðurinn tengdist Ríki íslams

Tæknideildarmenn belgísku lögreglunnar að störfum í íbúð mannsins í inn­flytj­enda­hverf­inu …
Tæknideildarmenn belgísku lögreglunnar að störfum í íbúð mannsins í inn­flytj­enda­hverf­inu Mo­len­beek. AFP

Sprengi­efni fund­ust á heim­ili manns­ins sem sprengdi sprengju á aðal­braut­ar­stöðinni í Brus­sel í gær­kvöld. Belg­íska lög­regl­an skaut mann­inn ­sem lést skömmu eft­ir spreng­ing­una. Maður­inn, sem var þekkt­ur und­ir nafn­inu O.Z, er grunaður um tengsl við hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams, að sögn belg­íska rík­is­sak­sókn­ar­ans.  

„Bráðabirgðaniður­stöður benda til þess að hinn grunaði, O.Z., hafi búið til sprengj­una heima hjá sér,“ seg­ir Eric Van Der Sypt sak­sókn­ari, en á heim­ili hans fund­ust efni til sprengju­gerðar. Hann sagði einnig að vís­bend­ing­ar bentu til tengsla hans við hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams. 

At­vikið er rann­sakað sem hryðju­verk en hryðju­verka­sam­tök­in hafa ekki lýst ábyrgð á árás­inni. Maður­inn var 36 ára frá Mar­okkó og bjó í inn­flytj­enda­hverf­inu Mo­len­beek.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íbú­ar í þessu til­tekna hverfi inn­flytj­enda í Brus­sel tengj­ast hryðju­verka­árás­um. Í hryðju­verka­árás­inni í Par­ís árið 2015 og í Brus­sel árið 2016 tengd­ust árás­ar­menn­irn­ir hverf­inu.  

Lögreglan lagði halda á muni mannsins til frekari rannsóknar.
Lög­regl­an lagði halda á muni manns­ins til frek­ari rann­sókn­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert