Enn er óljóst hvað olli því að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatisiaq á Grænlandi á laugardagskvöld. Talið er að fjórir einstaklingar sem saknað hefur verið síðan fljóðbylgjan skall á séu látnir.
Peter Voss, jarðskjálftafræðingur hjá Rannsóknarstofnun jarðfræði Danmerkur og Grænlands (GEUS), segir í samtali við DR að næstu skref séu að finna út úr því hvað það var sem olli berghlaupinu sem kom flóðbylgjunni af stað.
Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur sagði í samtali við mbl.is á laugardag tvennt koma til greina. Annað hvort hafi jarðskjálfti ollið flóðbylgjunni eða berghlaup sem fallið hafi niður í sjó.
Earthquake & tsunami cause major flooding in Greenland https://t.co/uOwAR3uSSJ (VIDEO via https://t.co/KkDxDDNvPU) pic.twitter.com/fWSQTQZWKz
— RT (@RT_com) June 19, 2017
Þjóðhátíðardagur Grænlands er í dag 21.júní og grænlenska fánanum er nú flaggað í hálfa stöng við opinberar byggingar í Danmörku vegna náttúruhamfaranna.
Hjálparstarf kirkjunnar, KALAK, Hrókurinn og fleiri grænlandsvinir hafa komið af stað landsöfnun undir heitinu „Vinátta í verki“ og rennur söfnunarfé óskert til neyðarhjálpar og uppbyggingar á svæðinu.
Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikning 0334-26-056200, kennitala 450670-0499 eða hringja í síma 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.
Det grønlandske flag foran Politigården ifm den grønlandske nationaldag. Sat på halv på baggrund af ulykken i Nuugaatsiaq #politidk pic.twitter.com/jwywut2IWw
— Vestegnens Politi (@VestegnsPoliti) June 21, 2017