Lögregla vissi hver maðurinn var

Frá Gare-lest­ar­stöðinni í morgun.
Frá Gare-lest­ar­stöðinni í morgun. AFP

Maður­inn sem grunaður er um að hafa sprengt sprengju á aðal­braut­ar­stöðinni í Brus­sel í gær­kvöld er 36 ára karl­maður frá Mar­okkó. Hann bjó í  inn­flytj­enda­hverf­inu Mo­len­beek.

Maður­inn var skot­inn og dó eft­ir spreng­in­una en at­vikið er rann­sakað sem hryðju­verk. Maður­inn er sagður hafa verið með sprengju­belti þegar hann var skot­inn.

Lög­regla vissi hver maður­inn var en hann hafði ekki verið tengd­ur við hryðju­verka­sam­tök, sam­kvæmt er­lend­um fjöl­miðlum.

Char­les Michel, for­sæt­is­ráðherra Belg­íu, sagði fjöl­miðlum að „komið hefði verið í veg fyr­ir hryðju­verka­árás“ á lest­ar­stöðinni. Her­mönn­um sem hefðu verið við störf tókst að gera árás­ar­mann­inn óvirk­an, sagði Michel.

Eft­ir að hafa kallað sam­an fund í morg­un sagði for­sæt­is­ráðherr­ann að auk­in áhersla verði lögð á ör­ygg­is­mál á al­menn­um stöðum og stór­um viðburðum. Stór­tón­leik­ar Coldplay fara fram í borg­inni í kvöld eins og gert var ráð fyr­ir.

Heyrði ösk­ur

Nicolas Van Her­rewe­gen, starfsmaður á lest­ar­stöðinni, sagðist hafa heyrt ösk­ur á stöðinni í gær­kvöldi. „Ég heyrði mann öskra „Allah Ak­b­ar“ og hann sprengdi upp hvíta ferðatösku,“ sagði hann við AFP.

„Ég stóð bak við vegg­inn þegar hann sprakk. Ég fór niður og varaði fé­laga mína við og sagði þeim að koma öll­um út. Hinn grunaði var enn á svæðinu en stuttu síðar sáum við hann ekki leng­ur. Sprengj­an sjálf var ekki það stór en áhrif­in voru gríðarleg; all­ir hlupu út,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert