Svipta öfgaflokkinn ríkisstyrkjum

Neðri deild þýska sambandsþingsins náði að koma höggi á öfgaflokkinn.
Neðri deild þýska sambandsþingsins náði að koma höggi á öfgaflokkinn. AFP

Á þýska sam­bandsþing­inu í dag var samþykkt að svipta öfga­flokka fjár­fram­lög­um frá rík­inu. Frum­varp­inu var beint gegn öfga­flokkn­um NPD eft­ir að þing­inu mistókst í tvígang að bann­færa flokk­inn. 

Sam­kvæmt þýsk­um lög­um fær hver stjórn­mála­flokk­ur fjár­fram­lag frá rík­inu. Upp­hæðin ræðst að hluta til á því hve stór flokk­ur­inn er á rík­isþing­um, sam­bandsþing­inu og Evr­ópuþing­inu, og því hve miklu hann nær sjálf­ur að safna. 

Ákveðið var að reyna á svipt­ingu fjár­fram­laga eft­ir að efri deild þings­ins tapaði dóms­máli um hvort lög­legt væri að banna flokk­inn. Hæstirétt­ur Þýska­lands sagði í úr­sk­urði sín­um að NPD væri of lít­ill flokk­ur til að geta tal­ist ógn við lýðræðið. 

Árið 2015 fék NPD 1,3 millj­ón­ir evra frá rík­inu og 1,4 millj­ón­ir árið 2014. Nú hef­ur neðri deild þings­ins samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta að leggja af fjár­fram­lög til „flokka sem eru and­snún­ir stjórn­ar­skránni“.

„Skatt­féð sem rann til NPD var bein fjár­fest­ing í upprisu öfga,“ sagði Heiko Maas dóms­málaráðherra og bætti við að „óvin­ir lýðræðis­ins mættu ekki vera fjár­magnaðir af rík­inu.“

NPD var stofnaður árið 1964 sem fram­hald af ný­fas­ista­flokki og kall­ar eft­ir „áfram­hald­andi til­veru þýska fólks­ins á landsvæði forfeðra sinna í Mið-Evr­ópu“. Slag­orðið er „Þýska­land fyr­ir Þjóðverja“.

Í NPD eru sex þúsund flokks­fé­lag­ar og um tíma átt flokk­ur­inn sæti á nokkr­um rík­isþing­um sam­bands­land­anna en á hann aðeins einn full­trúa á Evr­ópuþing­inu, Udo Voigt. Aðeins tveir flokk­ar hafa verið bannaðir í Þýskalandi frá stríðslok­um árið 1945: SRP, arf­tak­ar nas­ista­flokks­ins árið 1952 og NPD, komm­únuista­flokk­ur­inn í Vest­ur-Þýskalandi árið 1956.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert