Greiða milljarð punda til N-Íra

Norður-Írland mun fá einn milljarð punda, sem svarar til 133 milljarða króna, í viðbótarframlag frá breska ríkinu á næstu tveimur árum. Þetta er hluti af samkomulagi sem Theresa May, formaður Íhaldsflokksins hefur gert við Lýðræðislega sambandsflokkinn, DUP, en flokkur sá býður eingöngu fram á Norður-Írlandi. DUP ætlar að verja ríkisstjórn May falli en ný ríkisstjórn Bretlands er minnihlutastjórn. 

Tvær vikur eru liðnar frá þingkosningum í Bretlandi en þar fékk DUP tíu þingmenn kjörna sem nægir til þess að tryggja ríkisstjórninni meirihluta á þingi.

Leiðtogi DUP, Arlene Foster, segir samkomulagið gott fyrir Norður-Írland og Bretland sem heild. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að í stað 500 milljón punda mun 1,5 milljarður punda renna í uppbyggingu innviða, heilbrigðismál og menntamál á Norður-Írlandi. 

Theresa May og Arlene Foster hittust á fundi í morgun …
Theresa May og Arlene Foster hittust á fundi í morgun þar sem farið var yfir samning flokkanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert