Fyrirtæki um allan heim senda nú frá sér tilkynningar þess efnis að þau hafi orðið fyrir netárás.
Fram kemur í frétt The Guardian að fyrstu tilkynningar um árásina komu frá Úkraínu þar sem meðal annars ríkisstjórnin, bankarnir, flugvöllurinn í Kiev og neðanjarðarlestakerfið hafa orðið fyrir áhrifum hennar.
Forsætisráðherra Úkraínu, Pavlo Rozenko, setti fyrr í dag mynd á Twitter sem sýndi svartan tölvuskjá og greindi frá því að tölvukerfi ríkisstjórnarinnar í heild sinni lægi niðri.
Та-дам! Секретаріат КМУ по ходу теж "обвалили". Мережа лежить. pic.twitter.com/B74jMsT0qs
— Rozenko Pavlo (@RozenkoPavlo) June 27, 2017
Árásin hefur að auki valdið truflunum í ýmsum fyrirtækjum um allan heim meðal annars danska flutningafyrirtækinu AP Møller-Maersk. Sautján flutningastöðvar sem fyrirtækið rekur í Hollandi og víðar hafa orðið fyrir árásinni.
Many organisations worldwide affected right now by a new variant of the Petya ransom trojan. Spreading mechanism unknown at the time.
— Mikko Hypponen (@mikko) June 27, 2017
Sérfræðingar segja að árásin stafi af nýrri útgáfu af gíslatökuvírusnum Petya sem kallaður er Petrwrap. Gíslatökuvírus (e. ransomeware) er vírus sem slekkur á tölvukerfum og heimtar peningasummu til þess að koma þeim aftur í gang.
Árásin kemur í kjölfarið á WannaCry-vírusnum sem réðst að tölvum í yfir 150 löndum í síðasta mánuði, þar á meðal hjá National Health Service í Bretlandi, símafyrirtækinu Telefónica á Spáni og lestakerfi Þýskalands.