Reyna að komast að niðurstöðu í máli Nemtsov

Temirlan Eskerkhanov, Shadid Gubashev og Zaur Dadayev eru ásamt tveimur …
Temirlan Eskerkhanov, Shadid Gubashev og Zaur Dadayev eru ásamt tveimur öðrum ákærðir fyrir drápið á Nemtsov. AFP

Kviðdómur í réttarhöldum yfir mönnunum sem sakaðir eru um að skipuleggja og framkvæma drápið á rússneska stjórnarandstæðingnum Boris Nemtsov hóf umræður í dag. Þeim var ekki veittur sérstakur frestur til þess að ná niðurstöðu í málinu. 

Nemtsov, sem var aðstoðarforsætisráðherra í Rússlandi um tíma en harður andstæðingur rússneskra stjórnvalda þegar hann lést, var myrtur skammt frá Rauða torginu í febrúar 2015. Mennirnir fimm sem eru sakaðir um morðið, þeir Zaur Dadayev, Shadid and Anzor Gubashev, Bemirlan Eskerkhanov og Khamzat Bakhayev neita allir sök. Þeir eru allir Tsjet­sjen­ar. 

Dadayev er sakaður um að skjóta Nemtsov til bana er hann gekk yfir brú í Moskvu ásamt kærustu sinni að kvöldi 27. febrúar 2015.

Mennirnir eru sakaðir um að tilheyra skipulögðum glæpasamtökum og að þeim hafi verið greitt fyrir morðið.

Rannsakendur halda því fram að Tsjet­sjen­inn Ruslan Mukhudinov hafi boðið þeim 15 milljónir rúbla eða því sem nemur rúmum 28 milljónum á gengi dagsins í dag fyrir að myrða Nemtsov.

Mukhudinov er á flótta og hefur aldrei náðst.

Dómari í málinu sagði kviðdómnum að  þeir þyrftu að ná niðurstöðu í 26 atriðum varðandi ákærurnar. Ekki var settur tímarammi um hvenær þeir þurfa að ná niðurstöðu.

Nemtsov yfirgefur kjörklefa árið 2012.
Nemtsov yfirgefur kjörklefa árið 2012. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka