Reyna að komast að niðurstöðu í máli Nemtsov

Temirlan Eskerkhanov, Shadid Gubashev og Zaur Dadayev eru ásamt tveimur …
Temirlan Eskerkhanov, Shadid Gubashev og Zaur Dadayev eru ásamt tveimur öðrum ákærðir fyrir drápið á Nemtsov. AFP

Kviðdóm­ur í rétt­ar­höld­um yfir mönn­un­um sem sakaðir eru um að skipu­leggja og fram­kvæma drápið á rúss­neska stjórn­ar­and­stæðingn­um Bor­is Nemt­sov hóf umræður í dag. Þeim var ekki veitt­ur sér­stak­ur frest­ur til þess að ná niður­stöðu í mál­inu. 

Nemt­sov, sem var aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra í Rússlandi um tíma en harður and­stæðing­ur rúss­neskra stjórn­valda þegar hann lést, var myrt­ur skammt frá Rauða torg­inu í fe­brú­ar 2015. Menn­irn­ir fimm sem eru sakaðir um morðið, þeir Zaur Dadayev, Shadid and Anzor Gubashev, Bem­ir­l­an Eskerk­hanov og Khamzat Bak­hayev neita all­ir sök. Þeir eru all­ir Tsjet­sjen­ar. 

Dadayev er sakaður um að skjóta Nemt­sov til bana er hann gekk yfir brú í Moskvu ásamt kær­ustu sinni að kvöldi 27. fe­brú­ar 2015.

Menn­irn­ir eru sakaðir um að til­heyra skipu­lögðum glæpa­sam­tök­um og að þeim hafi verið greitt fyr­ir morðið.

Rann­sak­end­ur halda því fram að Tsjet­sjen­inn Rusl­an Muk­hudin­ov hafi boðið þeim 15 millj­ón­ir rúbla eða því sem nem­ur rúm­um 28 millj­ón­um á gengi dags­ins í dag fyr­ir að myrða Nemt­sov.

Muk­hudin­ov er á flótta og hef­ur aldrei náðst.

Dóm­ari í mál­inu sagði kviðdómn­um að  þeir þyrftu að ná niður­stöðu í 26 atriðum varðandi ákær­urn­ar. Ekki var sett­ur tím­arammi um hvenær þeir þurfa að ná niður­stöðu.

Nemtsov yfirgefur kjörklefa árið 2012.
Nemt­sov yf­ir­gef­ur kjör­klefa árið 2012. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka