Rússar fordæma hótanir Bandaríkjanna gagnvart stjórnvöldum í Sýrlandi eftir að fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins,SeanSpicer, sagði að ef forseti Sýrlands,Bashar al-Assad, myndi fyrirskipa aðra efnavopnaárás þyrfti hann að gjalda þess dýru verði. Bandarísk yfirvöld teldu að slík árás væri í undirbúningi.
„Við teljum að slíkar hótanir í garð yfirvalda í Sýrlandi óásættanlegar,“ segir fjölmiðlafulltrúi Rússlandsforseta, Dmitrí Peskov, við blaðamenn í morgun.
Stjórnvöld í Moskvu styða við Assad hernaðarlega og hafa neitað ásökunum um að stjórnvöld í Damaskus standi á bak við efnavopnaárásina í apríl. Árásin var gerð á þorp sem er undir yfirráðum uppreisnarmanna, Khan Sheikhoun, en þar létust tugir bæjarbúa, þar á meðal fjölmörg börn. Bandaríkjamenn gerðu í kjölfarið eldflaugaárás á herstöð sýrlenska flughersins.
Spicer sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að Bandaríkin byggju yfir upplýsingum um að efnavopnaárás væri í undirbúningi. Slík árás af hálfuAssad myndi væntanlega þýða fjöldamorð á almennum borgurum. Ef slík árás yrði gerði þá þyrftu bæðiAssad og her hans að gjalda þess dýru verði. Ekkert er minnst á hvers vegna Bandaríkjamenn telja slíka árás í undirbúningi.
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, segir að Bandaríkin muni ekki dragast inn í stríðið í Sýrlandi en hann ræddi við fréttamenn í nótt þegar hann flaug til Evrópu þar sem hann mun sitja fundi um varnarmál.
„Við skjótum ekki nema á óvini, nema þeir séu í Ríki íslams,“ sagði Mattis en Bandaríkjaher hefur tekið þátt í árásum gegn vígasveitunum.