120 háhýsi standast ekki kröfur

AFP

Klæðning sem notuð er í 120 háhýsum í alls 37 sveitarfélögum í Englandi uppfyllir ekki kröfur um eldvarnir. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, greindi þingmönnum neðrideildar breska þingsins frá þessu í dag en klæðningin fellur 100% á eldvarnarprófi sem gert var í kjölfar brunans í Grenfell-turni í London.

May hvatti staðbundin yfirvöld og rekstraraðila íbúðahúsnæðis til að framkvæma próf til að tryggja að eldvarnir standist kröfur. Talið er að minnst 79 hafi látist í eldsvoðanum í Grenfell-turni þann 14. júní. Ýmsar spurningar vöknuðu í kjölfar eldsvoðans sem varð til þess að ráðist hefur verið í umfangsmiklar athuganir á eldvörnum um allt Bretland.

Kveðst May munu útnefna dómara til að fara með málið vegna eldsvoðans fljótlega. Þá segir hún 282 fasteignir hafa verið útvegaðar tímabundið fyrir íbúa Grenfell-turnsins, 132 fjölskyldur hafa fengið stöðu sína metna og 65 hefur verið boðin tímabundin húsnæðisúrræði.

Ríkisstjórnin hefur varið tæpum 1,25 milljón pundum í valkvæðar greiðslur og mun þar að auki leggja aðgerðahópum og góðgerðafélögum til 1 milljón punda til viðbótar að sögn May. Þá hefur Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segir hörmungarnar vegna eldsvoðans „leiða í ljós skelfilegar afleiðingar niðurskurðar.“

Gren­fell-turn­inn var klædd­ur með svo­kallaðri Reyno­bond-klæðningu sem er álp­lata með plast báðum meg­in og virk­ar eins og regn­hlíf á turn­inn. Ein­angr­un­ar­efnið und­ir klæðning­unni var Celotex RS5000, en 50 mm bil var á milli ein­angr­un­ar­inn­ar og klæðning­ar­inn­ar og er talið að loftið þar á milli hafi haft eins kon­ar skor­steinsáhrif og leitt eld upp all­an turn­inn.

Frétt BBC

Íbúar Grenfell-turnsins misstu allir húsnæði sitt í eldsvoðanum.
Íbúar Grenfell-turnsins misstu allir húsnæði sitt í eldsvoðanum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert